news

Hæhæ

25 maí 2018

Hæhæ, þar sem mikil veikindi hafa verið hjá okkur núna seinustu vikur höfum við lítið verið að fara út, en í staðin höfum við verið að gera margt skemmtilegt :)

t.d í dag löggðum við lokahönd á könnunarverkefnið okkar um hann krumma og fengum uppstoppaðan krumma í heimsókn til okkar og fengum að koma við hann og skoða hann betur, það fannst krökkunum ekki leiðinlegt :)

Hér inná heimasíðunni, undir Könnunaraðferðin er hægt að finna skjal með því sem við höfum verið að gera, endilega kíkið á það :)

Á Hólabæ eru þau að vinna með kisur í könnunarverkefninu sínu og fengu þau kettlinga í heimsókn til sín í tenglsum við það, hún Kolbrún kom svo með einn í heimsókn til okkar og vakti það mikla lukku, hjá bæði kennurum og börnum! :)

Við höfum ekki verið með kistil dagsins þessa vikuna en byrjum aftur í næstu viku og þá tökum við fyrir litina. Við ætlum lika að fara í gang með nýtt könnunarverkefni í næstu viku og fannst okkur sniðugt að taka fyrir Ég sjálf/-ur því það er svo margt sem er hægt að læra og skoða í tengslum við það.


Vonandi fara svo þessi veikindi að klárast hjá okkur og góða veðrið að koma svo við getum verið meira úti !:)


Bless og góða helgi

Hafrún, Harpa Hrönn, Harpa Sól, Hrefna og Aðalheiður