Foreldrafélagið

Foreldrar ganga í félagið þegar barn byrjar í leikskólanum og er félagsgjald sent út tvisvar á ári.

Tilgangur og markmið félagsins er:

  • 1.Að virkja foreldra til samvinnu við leikskólann.
  • 2.Að vernda hagsmuni barna sinna.
  • 3.Að sjá um eða aðstoða við að halda t. d. jólaball, þorrablót, vorferð og a.m.k. eina leiksýningu á starfsári.
  • 4.Að sjá um fjáröflun fyrir félagið.
  • 5.Að efla samstarf við foreldrafélög í skólum héraðsins

Starfsreglur:

  1. Ný stjórn skal tilkynnt eða kjörin á aðalfundi sem halda skal fyrir 15. nóvember ár hvert.
  2. Stjórnarfundir skulu haldnir eins lengi og þurfa þykir.
  3. Stjórnin skal skipuð fjórum foreldrum og einum starfsmanni leikskólans sem er með barn í skólanum, einnig skal skipa tvo varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
  4. Fráfarandi stjórn skilar af sér ársskýrslu og fundargerðarbók til næstu stjórnar sem first eftir aðalfund
  5. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi.
  6. Að minnsta kosti einn stjórnarmaður skal vera áfram í tvö ár.