Velkomin í skólann

Leikskóli Húnahúnabyggðar varð til við sameiningu sveitarfélaganna Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps. Við leikskólann eru þrjár starfsstöðvar Vallaból sem staðsett er á Húnavöllum, Barnabær og Stóri Fjallabær sem staðsettar eru á Blönduósi.

Á Vallabóli er ein deild sem skiptist í eldri og yngri hóp.

Á Barnabæ eru 4 deildar Mánasel, Þúfubær, Hólabær og Fjallabær.

Stóri Fjallabær er staðsettur í húsnæði Húnaskóla í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Á Stóra Fjallabæ er elsti árgangu leikskóla Húnabyggðar og koma þeir nemendur sem búa í dreyfbýli með skólabílum.
Leikskólinn á Blönduósi var stofnaður árið 1972. Hann hóf starfsemi sína í grunnskóla Blönduóss og var þá einungis starfandi yfir sumartímann.
Árið 1975 breyttist hann í heilsárs leikskóla og árið 1977 fluttist leikskólinn að Árbraut 35. Leikskólinn fluttist í núverandi húsnæði árið 1981.
Árið 2007, í janúar, var hafist handa við viðbyggingu sem tekin var í notkun í nóvember sama ár. Einnig var "gamli" skólinn endurnýjaður.

Leikskólinn á Húnavöllum var opnaður í ágúst árið 2008 í nýju glæsilegu húsnæði sem staðsett er á Húnavöllum við Reykjabraut.
Leikskólinn var formlega vígður í desember það sama ár og hlaut nafnið Vallaból.


Almennar upplýsingar

Heiti stofnunar:


Sími :

Tölvupóstur:

Heimasíða :

Leikskólastjóri heima:


Rekstraraðili:
Skrifstofa:
Kennitala:
Sími:
Tölvupóstur á skrifstofu:
Heimasíða Húnabyggðar:
Fræðslunefnd:

Fulltrúi foreldra:
Fulltrúi kennara:
Foreldraráð 2023


Fræðsluskrifstofa:
Símar:
Fræðslustjóri :
Tölvupóstur:

Leikskóli Húnabyggðar, Hólabraut 17

540 Blönduós

455 4740

barnabaer@hunabyggd.is

barnabaer.leikskolinn.is

Sigríður B. Aadnegard


Húnabyggð
Hnjúkabyggð 33
650422 2520
455 4700
blonduos@blonduos.is
https://www.hunabyggd.is
Elín Aradóttir, formaður
Atli Einarsson
Ásdís Ýr Arnardóttir
Magnús Sigurjónsson
Renate Janine Kermnitz


Ragnheiður Jónsdóttir
Lára Dagný SævarsdóttirFlúðabakka 2
455 4174 / 849 7307
Berglind Hlín Baldursdóttir
fraedslustjori@felahun.is

Almennar upplýsingar

Leikskóli Húnabyggðar, starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009 og Aðalnámskrá leikskóla frá 2011.

Umsókn og innritun.

Innritunarreglur

Umsókn og innritun fer fram á heimasíðu skólans www.karellen.is/barnabaer undir tenglinum „Um leikskólann-leikskólaumsókn“

Þegar sótt er um skóladvöl fer barnið á biðlista sé hann fyrir hendi. Þar eru börnin skráð og raðast á listann eftir aldri. Eldri börn hafa forgang í leikskólapláss. Miðað er við að börn geti hafið leikskóladvöl við 12 mánaða aldur.

Skilyrði fyrir því að börn fái leikskóladvöl er að barnið eigi lögheimili í Húnabyggð. Undantekningu frá kröfu um lögheimili má veita ef fyrir liggur samþykki lögheimilissveitarfélags að greiða hlut sveitarfélagsins í leikskólagjöldum.

Umsóknir fyrir nýtt skólaár þurfa að hafa borist fyrir 1. júní ár hvert. Leikskólaganga hefst oftast á tímabilinu ágúst - september.

Þegar barn fær inngöngu í leikskólann eru foreldrar boðaðir á fund með leikskólastjóra og deildarstjóra þar sem leikskólastarfið er kynnt. Skrifað er undir dvalarsamning þar sem fram kemur að foreldrar hafi kynnt sér reglur leikskólans og gjaldskrá.

Aðlögun barnsins hefst svo daginn eftir.

Forgangur og frávik frá inntökureglum.

Börn einstæðra foreldra, fötluð börn og börn með alvarleg þroskafrávik skulu njóta forgangs í leikskólann. Einnig börn sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður.

Leikskólastjóri skal hafa samráð við félagsmálayfirvöld og fræðslustjóra um málsmeðferð.

Leikskólagjöld.

Leikskólagjöld eru innheimt mánaðarlega, fyrirfram. Eindagi er 15. hvers mánaðar. Foreldrar greiða leikskólagjöld 11 mánuði á ári, ekki er innheimt í júlí þegar leikskólinn er lokaður. Séu leikskólagjöld ógreidd á eindaga eru þau innheimt samkvæmt innheimtureglum sveitarfélagsins sem nálgast má á heimasíðu þess eða skrifstofu.

Gjaldskrá leikskólans má finna á facebooksíðu og heimasíðu leikskólans sem og heimasíðu Blönduósbæjar.

Uppsagnarfrestur hvors aðila er einn mánuður og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaðamót. Börnum er ekki sagt upp nema um vangreiðslu á gjöldum sé að ræða. Uppsögn þarf að vera skrifleg.

Hægt er að óska eftir niðurfellingu á leikskólagjöldum ef um langvarandi veikindi leikskólabarna er að ræða. Ef veikindi hafa varað í fjórar vikur eða meira er hægt að fá gjöldin niðurfelld að hálfu.

Skipulagsdagar og sumarleyfi.

Leikskólinn Barnabær er lokaður fimm daga á ári vegna skipulagsdaga. Einnig er leikskólinn lokaður 24. og 31. desember. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.

Sumarleyfi leikskólans stendur í fjórar vikur, hefst í byrjun júlí og leikskólinn opnar aftur á fimmtudegi eftir Verslunarmannahelgi. Ef foreldrar kjósa að bjóða börnum sínum lengra sumarfrí, sex eða átta vikur, þarf ekki að greiða leikskólagjöld þann tíma. Aukafríið þarf að vera í samfellu við lokunina, sækja þarf um auka sumarfrí fyrir 1 maí.

Þau börn sem verða 6 ára á árinu hætta um sumarfrí.

Helstu áhersluþættir í aðlögun og hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra.

Aðlögun er sá tími sem nýtt barn kynnist starfsfólki, börnum og húsakynnum leikskólans.

Með góðum aðlögunartíma aukast tengslin milli foreldra og starfsfólks og grunnurinn að áframhaldandi foreldrasamstarfi er lagður.

Aðlögun er höfð stuttan tíma dagsins fyrst og svo lengd dag frá degi til þess að barnið nái að kynnast nýju umhverfi og fólki smám saman.

Aðlögun tekur oftast 4-6 daga og lengur ef þörf krefur.

Þessir dagar eru mjög mikilvægir fyrir barnið til að auðvelda aðskilnaðinn við foreldra og stuðla að vellíðan þess í leikskólanum í framtíðinni.

Allt starfsfólk leikskólans er bundið þagnarskyldu. Vinsamlegast látið vita um allar breytingar á högum barnsins, svo sem veikindi, breytta hjúskaparstöðu eða andlát. Þessir þættir geta haft áhrif á líðan barnsins í leikskólanum.