Það sem þarf að hafa meðferðis í leikskólann er:

Tösku með aukafötum þ.e.a.s. samfellu/nærföt, sokkabuxur, sokka, bol, buxur og peysu.

Útiföt þ.e.a.s. kuldagalla, regnföt, húfu, vettlinga, þykka peysu, skó, stígvél og þykka sokka.

Bleyjur, og ef barnið notar snuð og/eða pela þá þarf að koma með það.

Vinsamlegast merkið fatnað barnanna, það auðveldar fund ef þau týnast.

Gott er að hafa lítinn margnota poka í boxi bansins til að hægt sé að senda óhrein og blaut föt heim í.

Veðrið er margbreytilegt og þess vegna er mjög æskilegt að börnin hafi alltaf með sér aukafatnað, hlífðarfatnað, pollaföt og hlýjan fatnað svo þau geti notið útiverunnar.

Æskilegt er að börnin komi í þægilegum og liprum fötum sem þau geta hreyft sig auðveldlega í og klætt sig auðveldlega í útiföt utan yfir. Við vinnum með málningu og önnur efni, vinsamlegast takið tillit til þess í sambandi við klæðnað barnanna því að alltaf geta komið óhöpp að málning, litsterkur matur og fleira fari í fötin og skilji eftir bletti þó svo að fyllstu varðúðar sé gætt.