Reglur Leikskólans Barnabæjar Blönduósi

Ofnæmi og óþol:

Börn sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir matvöru eða öðru, þurfa að skila inn vottorði frá sérfræðilækni í byrjun skólaárs ár hvert.

Fatnaður:

Vinsamlegast merkið fatnað barnanna, það auðveldar fund ef þau týnast.

Veðrið er margbreytilegt og þess vegna er mjög æskilegt að börnin hafi alltaf með sér aukafatnað, hlífðarfatnað, pollaföt og hlýjan fatnað svo þau geti notið útiverunnar.

Við vinnum með málningu og önnur efni, vinsamlegast takið tillit til þess þegar valin eru föt fyrir leikskólann á barnið. Ekki er borin ábyrgð á fatnaði barnanna.

Taka útifatnað og vagna heim á föstudögum

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að tæma hólf barnanna á föstudögum.

Veikindi.

Ef barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða annara ástæðna, þá vinsamlegast látið okkur vita.

Hægt er að láta vita í síma 455 4740 eða síma deildarinnar.

Einnig er hægt að láta vita á netfang deildarstjóra eða leikskólastjóra barnabaer@blonduos.is

Börnum er ekki gefin lyf í leikskólanum nema í undantekningatilfellum. Vottorð frá lækni þarf að fylgja með.

Innivera barna er ekki í boði eftir veikindi.

Hvíldartími.

Vinsamlegast komið ekki með börn í leikskólann á milli 11.00- 13.00 svo það raski ekki ró barnanna í matar- og hvíldartíma.

Þegar boðið er í afmæli, vinsamlegast setjið ekki boðsmiða í hólfin nema að öllum á deildinni sé boðið, það hefur valdið leiða hjá þeim sem ekki hafa fengið boðsmiða. Æskilegt er að ef ekki er hægt að bjóða öllum árganginum/deildinni að þá sé öllum stelpum eða öllum strákum boðið af deildinni en ekki einn til tveir skildir eftir.

(Börnin ræða oft þessi boð í leikskólanum, þau átta sig vel á því ef þeim er ekki boðið en flest öllum öðrum á deildinni)

Leikföng og annað ónauðsynlegt dót.

Öll leikföng eru best geymd heima. Það hefur komið fyrir að leikföng sem börnin koma með að heiman finnast ekki aftur og það er mjög leiðinlegt. Komi börn með dót með sér í leiksklólann ber starfsfólk EKKI ábyrgð á því að það skili sér heim.

ATH. STARFSFÓLK ER BUNDIÐ ÞAGNARSKYLDU