Fundur í foreldraráði þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 13.00.

Mættir voru: Anna María Magnúsdóttir, Heimir Garðarsson, Hulda Birna Vignisdóttir og Jóhanna G. Jónasdóttir

1. Nýtt foreldraráð er að taka til starfa. Ingunn María Björnsdóttir er hætt sem formaður og Hulda Birna Vignisdóttir tekin við.

2. Farið var yfir vinnuna sem framundan er við ytra mat. Formaðurinn verður í rýnihóp foreldra.

3. Leikskólastjóri fór yfir þær áherslur sem skólinn ætlar að leggja fyrir í fjárhagsáætlun árið 2020.

Fundi slitið kl. 13.35.


Foreldraráð árið 2019 - 2020 skipa:

Hulda Birna Vignisdóttir huldab6@gmail.com

Anna María Magnúsdóttir annamag14@gmail.com

Heimir Garðarsson heimirg@hotmail.com

Reglur Foreldraráðs.

  • Foreldraráð kemur saman eins oft og þurfa þykir þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári.
  • Einn fulltrúi situr áfram í tvö ár.
  • Leikskólastjóri skal starfa með foreldraráði.
  • Foreldraráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags þar sem einn fulltrúi er í foreldraráði og stjórn foreldrafélags.

Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi innihald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Erindi frá foreldrum skulu berast skriflega til foreldraráðs.

  • Foreldraráð fjallar um og gefur umsögn til leikskólans og fræðslunefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða skólahaldið.
  • Foreldraráð fylgist með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar fyrir foreldrum.
  • Foreldraráð kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og fræðslunefndar.



Fundur í foreldraráði leikskólans Barnabæjar, haldinn í leikskólanum fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 13.00.

Dagskrá:

1. Skóladagatal 2019 – 2020.

2. Mötuneytismál leikskólans.

3. Önnur mál.

1. Skóladagatal 2019 – 2020 til kynningar. Stóra breytingin er sú að tveir starfsdagar verða milli jóla-og nýárs. Starfsfólk vinnur af sér starfsdagana, annan á haustönn og hinn á vorönn. Foreldraráð samþykkir breytinguna.

2. Mötuneytismál eru til skoðunar hjá leik- og grunnskóla. Jóhanna fer, ásamt Þuríði skólastjóra, á fund sveitastjóra eftir helgi til að ræða málin. Foreldraráð er hlynnt því að mötuneyti skólanna séu sameinuð.

3. Mannekluáætlun kynnt fyrir foreldraráði.

Mættar voru: Ingunn María Björnsdóttir, Anna María Magnúsdóttir og Jóhanna G. Jónasdóttir. Heimir Garðarsson boðaði forföll.


Foreldraráð 2016-2017 skipa:

Ingunn María Björnsdóttir
Gunnar T. Halldórsson
Anna María Magnúsdóttir

Reglur Foreldraráðs.

  • Foreldraráð kemur saman eins oft og þurfa þykir þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári.
  • Einn fulltrúi situr áfram í tvö ár.
  • Leikskólastjóri skal starfa með foreldraráði.
  • Foreldraráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags þar sem einn fulltrúi er í foreldraráði og stjórn foreldrafélags.

Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi innihald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Erindi frá foreldrum skulu berast skriflega til foreldraráðs.

  • Foreldraráð fjallar um og gefur umsögn til leikskólans og fræðslunefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða skólahaldið.
  • Foreldraráð fylgist með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar fyrir foreldrum.
  • Foreldraráð kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og fræðslunefndar.