Dagskipulag

Kl. 07.45 Frjáls leikur

Kl. 08.15 Morgunmatur

Kl. 09.00 Hópstarf /Útivera

Kl. 11.00 Samvera

Kl. 11.30 Hádegismatur

Kl. 12.00 Hvíld/Val

Kl. 13.00 Útivera

Kl. 14.30 Síðdegishressing

Kl. 15.00 Frjáls leikur/val

Kl. 16.15 Leikskólinn lokar

Frjáls tími:

Hver dagur byrjar á frjálsum tíma, einnig er oft frjáls tími milli útiveru og nónhressingar, eins eftir að vali líkur seinnipartinn.

Lögð er áhersla á fjölbreytta leiki s.s. að skoða bók, púsla, lita, kubba, hlusta á sögur og tónlist, spjalla saman, fara í athyglisleiki o.fl. Reynt er að finna verkefni við hæfi hvers og eins, það fer eftir fjölda og aldri barna hverju sinni.

Matmálstímar:

Á matmálstímum er lögð áhersla á góða borðsiði og að spjalla saman, markmiðið er að börnin læri að bjarga sér sem mest sjálf og læri kurteisi og tillitsemi.

Börnin skiptast á að vera „þjónn" þ.e. leggja á borð og ná í matinn í eldhúsið. Bæði börn og starfsfólk hafa sín sæti við borðið, það skapar festu og öryggi. Þegar allir eru tilbúnir að borða er sagt „gjörið þið svo vel". en ætlast er til að þau smakki á öllum mat og klári matinn sinn." og þegar matmálstíma lýkur ganga börnin frá mataráhöldum á matarvagninn og þakka fyrir sig.

Stefna leikskólans er sú að bjóða upp á fjölbreyttan og hollan mat og sem minnst af sætum vörum.



Hvíld:

Í annríki dagsins er öllum börnum nauðsynlegt að hvíla sig. Hvíldin er eftir hádegismat, og er hún er sniðin eftir aldri og þroska barnanna. Yngstu börnin sofa og er svefntíminn ákveðinn í samráði við foreldra. Eldri börnin fara í rólegar stundir þar sem er lesið, hlustað á tónlist, sögur o.fl. eða önnur róleg verkefni tekin fyrir.

Útivera:

Útivera er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu. Útivera er börnum holl og nauðsynleg, hún eykur matarlyst, eflir og styrkir hreyfiþroska og líkamsvitund, og býður upp á fjölbreytta hreyfingu.

Stundum er farið í skipulagða hreyfileiki og vettvangsferðir. Á sumrin er meira lagt upp úr útiveru en reynt er að fara út að minnsta kosti einu sinni á dag yfir vetrartímann.


Samverustund:

Með samverustund er lögð áhersla á að efla mál-, vitsmuna- og félagsþroska og er börnunum skipt í hópa eftir aldri.

Lesnar eru bækur, vísur, þulur og farið í leiki. Farið er yfir hugtaka-, lita- og talnaskilning ásamt þekkingu á eigin persónu og nánasta umhverfi, svo sem heiti líkamshluta, nafn, aldur og fleira.

Sjálfsvitund er styrkt meðal annars með því að börnin koma fram fyrir hópinn og segja frá.

Hópstarf:

Í hópstarfi er unnið eftir starfsáætlun sem starfsfólk er búið að undirbúa á starfsdögum. Áætlunin nær frá hausti fram að jólum og frá áramótum fram á vor. Í þessari áætlun er sérstakt þema tekið fyrir t.d. "Ég og líkaminn" og "Ég og umhverfið". Markmiðið með hópstarfinu er að efla félagsþroska, auka úthald, einbeitingu og hugmyndaflug. Unnið er í um það bil 40 mínútur í einu, tvisvar til fjórum sinnum í viku, með aldursskipta hópa sem sami starfsmaður sér um.


Val:

Val er einu sinni á dag, eftir hádegi í eina klukkustund í senn þar sem börn frá þriggja ára aldri velja eftir ákveðnu kerfi milli leiksvæða og / eða verkefna sem eru skipulögð með tilliti til uppeldislegra forsendna. Markmiðið með valinu er að börnin taki sjálfstæðar ákvarðanir og standi við þær, einnig að auka fjölbreytni starfsins og félagaval barnanna.

Nokkur hugtök sem notuð eru kringum valið.

Valtafla: á henni eru spjöld með myndum af þeim svæðum og verkefnum sem hægt er að velja um.


Einingakubbar:

Einingarkubbar eru sérstakir trékubbar. Hönnun þeirra grundvallast á forsendum barna til náms og leikja og nýtast þeir vel til náms- og þroskaleiða í leikskólastarfi. Kubbarnir eru byggðir upp á stærðfræðilegan hátt, þeir eru allir í mismunandi hlutföllum af svokölluðum einingarkubb. Börnin leika frjálst með kubbana, kanna og uppgötva möguleika þeirra og útvíkka þekkingu sína á eigin forsendum. Samskipti og samvinna er stór þáttur leiksins, börnin ræða saman um byggingar sínar og örva þannig málþroska og samskiptafærni.


Í leik lærist börnum nauðsyn þess að vinna saman og taka tillit hvert til annars. Í leik lærir barn samskiptareglur og að virða rétt annarra. Leikur mótast af þroska barnsins, bakgrunni þess og upppeldisumhverfi.