Fundargerðir foreldrafélagsins


Aðalfundur foreldrafélags Barnabæjar 26.09.2017

Fundur settur kl:20:00 í sal leikskólans. Mæting var með besta móti, 8 foreldrar fyrir utan stjórnarmeðlimi.

Ágústa Hrönn, Guðrún Björk og Lilja Guðný víkja úr stjórn og inn koma Ásdís Adda, Þóra Dögg og Lára Dagný, Anna María og Lea Rakel sitja áfram.

Farið var yfir ársskýrsluna og allur kostnaður útlistaður (jólaball, endurskinsvesti, jafnvægishjól, leiksýningar, vorhátíð, niðurgreiðsla v. peysukaupa, útskriftargjafir og ljósaborð).

Umræða um lóðina, bílastæðin og að bæta mætti lýsingu á báðum stöðum. Lóðin þarf á virkilegri yfirhalningu að halda og mætti t.d. mála myndir á stéttina eins og var. Spurning að virkja foreldra í það verkefni. Einnig mætti fríska upp á garðinn fyrir framan sem ætlaður er yngstu börnunum og jafnvel bæta við ungbarnarólum. Bílastæðin eru of fá og kom upp sú hugmynd að lóðin sem er í eigu Blönduósbæjar á milli Auðuns og Berglindar og leikskólans gæti nýst sem bílastæði fyrir starfsfólk.

Rætt var um útskriftargjafirnar til skólahópsins. Þar sem Blönduósbær skaffar nú talnagrindur til nemenda sinna þá er spurning hvort breyta ætti þessari hefð. Málið verður sett í athugun.

Fundi slitið kl:20:50


Aðalfundur foreldrafélags Barnabæjar í september 2015

  1. Ársreikningur.
  2. Stjórnarskipti.
  3. Önnur mál.

Ársreikningur lagður fram án athugasemda. Fyrri stjórn skilar félaginu ágætlega. Það á eftir að senda út reikning fyrir félagsgjöldum, hvetjum við sem flesta til að vera hluti af þeim kostnaði.

Fyrri stjórn hefur samþykkt að taka þátt í kostnaði á leikriti á vegum leikskólans fyrir börnin. Ný stjórn mun greiða fyrir það.

Stjórnarskipti var næst á dagskrá en þrír meðlimir ganga úr stjórn, Sunna Hólm, Ingibjörg Signý og Greta Björg. Þökkum við þeim fyrir gott starf í þágu foreldrafélagsins. Nýjar inn í stjórn koma Steinunn Hulda, Ágústa Hrönn og Lilja Guðný.

Stjórn foreldrafélags Barnabæjar sitja þá:

Ágústa Hrönn, Guðrún Björk, Lilja Guðný, Matthildur og Steinunn Hulda

Ekki voru nein sértstök önnur mál á dagskrá. Þó skapaðist umræða um útisvæði leikskólans hvað varðar frágang á lóð, með tilliti til öryggi barna. Meðal annars var rætt um frágang á hellum sem eru brotnar og auðvelt er að hrasa um. Einnig var rætt um undirlag við leiktæki. Þá aðallega „gömlu“ leikgrindina sem staðsett er neðst á lóð skólans ásamt undirlagi sem er við kastalann. Foreldrar velta því fyrir sér hvort það sé ekki eitthvað annað undirlag sem að henti betur en steinar, s.s. dúkur.

Það kom einnig til tals hvort kynna þyrfti ekki foreldrafélag leikskólans betur þar sem að þátttaka foreldra er af mjög skornum skammti. Fráfarandi stjórn bendir á að síðast liðið haust hafi verið settur bæklingur um foreldrafélagið í hólf allra barna. Það er eitthvað sem þyrfti að gera aftur.

Stjórn Foreldrafélags Barnabæjar


Foreldrafélagsfundur 3.2. 2015

  • Áframhaldandi umræður um ljósmyndara. Áætlað að taka myndir af börnunum í leik og starfi með vorinu, maí/júní. Róbert hefur samþykkt að taka myndir.
  • Rætt var um tækjakaup til leikskólans. Vangaveltur um það hvernig bæta megi útiaðstöðu leikskólans. Þar sem að foreldrafélagið á nóg til að pening er hugmynd að fjárfesta í stærra leiktæki á borð við rólu eða þess háttar leiktæki.
  • Foreldrafélagið veltir því fyrir sér hvernig megi upplýsa foreldra betur þegar t.d. er gefin gjöf til leikskólans. Þannig að foreldrar fylgist með hvert peningar félagsins fara.

t.d. Foreldrafélag sendir tölvupóst.

Tilkynning á heimasíðu.

· Næsti fundur foreldrafélgasins er áætlaður 11. mars og verður þá rætt um hinn árlega kökubasar sem verður haldinn 1. apríl

Mættir á fund: Sunna Hólm, Gréta Björg, Guðrún Björk, Signý og Matthildur


Foreldrafélagsfundur 11. nóvember 2014

  • Nýjir inn í stjórn, Matthildur og Guðrún Björk
  • Ákveðið er að halda jólaball fimmtudaginn 18. desember kl 15.30.
    • 10. bekkur kemur til með að sjá um skreyta sal og tré.
    • Sama snið og í fyrra. Utan leikskólatíma.
  • Rætt um gjafir fyrir jólaballið. Hugsanlega bækur.
  • Umræða um ljósmyndara. Hugmynd að athuga með Róbert Daníel Jónsson.
  • Samþykkt var að kaupa tvö útvörp/spilara fyrir leikskólann.
  • Stuttur fundur, fundað aftur fljótlega. Fara þarf yfir fjármál.
  • Raðað var niður í stöður. Formann skipar Sunna Hólm Kristjánsdóttir, gjaldkeri er áfram Ingibjörg Signý Aadnegard og ritari Matthildur Birgisdóttir.

Mættir voru:

Sunna Hólm

Guðrún Björk

Gréta

Signý

Matthildur


Fundargerðir foreldrafélags Barnabæjar starfsárið 2013-2014

Fundur 16. október 2013

Farið yfir stjórnina og skipað í stöður.

Formaður: Sunna Hólm

Gjaldkeri: Signý Aadnegard

Ritari: Kristín Ósk

Meðstjórnendur: Greta Björg og Zanný Lind

Umræður um netfang fyrir leikskólann. Greta sá um að fá það í gegn og er netfangið foreldrafelaglsk@blonduos.is

Signý ætlar að fá lista yfir greiðendur leikskólagjalda svo hægt sé að senda út greiðsluseðla fyrir foreldrafélagið.

Umræður um jólaballið, ætlum við að halda því óbreyttu eða eða halda það eftir leikskóla svo foreldrum gefist kostur á að taka þátt í því með börnunum. Hugmyndir um að fá að samnýta íþróttasalinn með Blönduskóla eða vera með það í Harmónikkusalnum.

Mættar voru: Sunna, Signý, Kristín, Zanný og Greta


Fundur 5. nóvember 2014

Jólaball – hugmynd um að hafa jólaballið kl. 15-17 19. desember í íþróttahúsinu

Athuga með jólasveina og gjöf frá þeim.

Miklar vangaveltur um Hensongalla – búið að ákveða liti á gallana. Val um tvær samsetningnar á litum, blátt og grænt – fjólublátt og appelsínugult.

Útbúa blað með nöfnum allra barna í leikskólanum.

Allir gallar verða merktir með nöfnum og logói leikskólanns nema hjá börnum sem eru í elsta hópnum, þau fá val.

Mátun á mánudag og þriðjudag 11. og 12. Nóvember

Yfirfara pantanir á miðvikudag og senda inn pöntun á fimmtudaginn.

Mættar: Kristín, Sunna, Greta og Signý

Fundur 15. janúar

Rætt um þorrablót sem verður 24. Janúar n.k. foreldrafélagið útvegar

  • Súrmat
  • Harðfisk
  • Flatbrauð
  • Rúgbrauð
  • Hákarl

Skiptum niður á okkur verkum um hver ætlar að redda hverju.

JC ræðufélag Húnavatnssýslu gaf foreldrafélaginu 62.323kr. 2. desember og áttum við að sjá til þess að eitthvað yrði keypt fyrir leikskólann. Ákveðið var í samvinnu við Jóhönnu að foreldrafélagið myndi kaupa leikföng fyrir leikskólann. Ákveðið var að kaupa lítið notuð leikföng á sölusíðum á netinu og Barnalandi.

Kristín fór í það að skoða hvað væri í boði og bjóða í leikföng. Foreldrafélagið ákvað að bæta ca. 30.000kr við gjöfina sem við fengum frá JC og því voru keypt leikföng fyrir tæpar 100.000kr.

Staðan á reikningnum í dag er 242.000

Umræður um jólaballið, okkur fanst það takast mjög vel og ætlum við að senda út könnun til foreldra um hvernig til tókst.

Næst á dagskrá er þorrablótið 24. Janúar og kökubasar 16. apríl n.k.

Mættar voru, Kristín, Sunna, Greta, Zanný og Signý

Fundur 11. febrúar

Stuttur fundur, aðeins verið að fara yfir leikföngin sem félagið keypti fyrir leikskólann.

Keypt var t.d. Bílar í öllum stærðum, bílabrautir, eldhús og fylgidót, búð og fylgidót, púzzl, hillueining og kassar undir leikföngin, boltar, kubbar, Lego löggustöð, trommusett, sparkbílar og fleira.

Mættar voru, Sunna,Greta, Kristín og Signý


Fundur 12. mars 2014

Rætt var um leikfangagjöfina til leikskólans – almenn hamingja meðal barna og starfsfólks.

Ákveðið var að útbúa fréttabréf til foreldra um tilgang foreldrafélagsins – fréttabréfið verður unnið fyrir aðalfundinn í október.

Kökubasar 16. apríl frá kl. 14 - útbúið bréf til að setja í hólfin hjá börnunum.

Umræður um leikrit, ákveðið var að fá Brúðuheima með Pétur og úlfinn. Tímasetning ákveðinn í samstarfi við leikskólann. Vallabóli á Húnavöllum verður boðið að vera með okkur.

Netfang foreldrafélagsins er foreldrafelaglsk@blonduos.is

Íþróttir á laugardögum ganga mjög vel – senda póst á foreldra og minna á að eldri systkyni eiga ekki að vera í salnum.

Mættar voru, Sunna, Greta, Kristín, Signý og Zanný


Fundur 19. Ágúst 2014

Miklar umræður um vinnu á leikskólalóðinni eftir að leikskólinn opnar eftir sumarfrí. Afhverju er þetta ekki gert á meðan leikskólinn er lokaður.

Rætt um upplýsingaflæði leikskólanns. Það fá ekki allir foreldra alltaf tölvupóst.

Áætlað er að hafa aðalfund foreldrafélagsinns í lok október.

Umræður um kynningarbækling sem á að gefa út fyrir aðalfundinn.

Mættar voru, Sunna, Kristín, Greta og Signý

Zanný er hætt sökum flutnings.


Fundur 14. október

Aðalfundur undirbúinn

Farið yfir ársreikning félagsins

Kynningarbæklingur undirbúinn fyrir prentun.

Aðalfundur verður 28. október kl. 20:00

Mættar voru, Signý, Sunna, Greta og Kristín


Fundur í foreldrafélaginu 22. september 2010
Mættir eru: Elfa, Dísa, Anna og Ásdís

◊ Rætt um starfið í vetur, hverjir munu halda áfram í stjórninni. Tilkynnt verður um breytingar í stjórn á næsta aðalfundi félagsins.
◊ Allir stjórnarmeðlimir voru sammála um að starfið hafi verið fróðlegt og skemmtilegt síðasta vetur og mikil eftirsjá að hætta. En nauðsynlegt sé að foreldrar komi af öllum deildum og gaman sé að fá nýja meðlimi inn.
◊ Tekin var ákvörðun um að kynna félagið á foreldrafundum deildanna.
◊ Vilji er fyrir því innan félagsins að styrkja kaup á merktum íþróttagöllum, það verður skoðað á næsta fundi.
◊ Ákveðið að aðalfundur félagsins verði haldinn 20. október næstkomandi kl. 20.00.
Fundi slitið


Fundur í Foreldrafélagi 15.03.2010

Mættir eru Vala, Elfa, Dísa og Ásdís

  • Rætt um sumarlokun
  • Kökubasar verður haldinn miðvikudaginn 31.mars kl 14.00 - 17.00
Miði fyrir foreldra
Kökubasar
Hinn árlegi kökubasar foreldrafélags Barnabæjar verður haldinn miðvikudaginn 31.mars frá kl 14.00-17.00. hvert heimili leggur til tvær kökur og þarf hver kaka að vera innpökkuð í glærar umbúðir og þarf innihaldslýsing að fylgja. Tekið verður á móti kökum kl 13.00 í Samkaup. Við áskiljum okkur rétt til að rukka þá sem ekki skila kökum.
Stjórn foreldrafélags Barnabæjar.

Auglýsing í Gluggann og á Húnahornið
Kökubasar
Hinn árelgi kökubasar foreldrafélags Barnabæjar verður haldinn miðvikudaginn31.mars frá kl 14.00-17.00. Glæsilegt bakkelsi að vanda og voumst við til að sjá sem felsta. Fyrstir koma fyristir fá.
Stjórn foreldrafélags Barnabæjar


Fundur í foreldrafélagi Barnabæjar

Mættir eru Vala, Anna, Ásdís og Dísa

Skipað í hlutverk:

  • Dísa ritari
  • Vala gjaldkeri
  • Ásdís formaður
  • Elfa varaformaður
  • Anna meðstjórnandi

Þorrablót

Rætt um að leita þurfi eftir styrkjum

àSölufélagið athuga með slátur, sviðasulta og fleira tilheyrandi (Dísa ætlar að tala við Sigga).

àSæmár, athuga með harðfisk (Ásdís).

àAnna ætlar að athuga með hákarl hjá Óla Benna og baka rúgbrauð

Ásdís ætlar að hafa samband við Kristínu I um magnið sem þarf.

Foreldrafélagsgjöld

Fljótlega þarf að senda út gíróseðla til foreldra, Vala ætlar að sjá um að fá lista yfir nemendur hjá Jóhönnu leikskólastjóra og fara í bankann og senda út gíróseðla. Athuga í leiðinni með að fá afslátt af Auðunni.

Staða sjóðsins

Í sjóðnum eru 71.000kr. innistæða og skuld að fjárhæð 15.000 v. gjöf frá foreldrafélagi.

Starfið framundan

Kökubasar

Rætt um fyrirhugaðan kökubasar sem haldin verður 26. mars, hittast tveimur vikum fyrir hann og undirbúa miða til foreldra og fleira. Fyrri stjórn talaði um að verð á kökum í fyrra hefði verið of lágt.

Vorhátíð

Hoppukastali var vinsæll í fyrra.

Annað

Foreldrafélag stóð fyrir myndatöku í fyrra og kaup á Henson göllum fyrir 2 árum.

Skoða með tilboð í Henson galla í haust.

Þrír fulltrúar foreldrafélags þurfa að sitja í leikskólaráði. Ákveðið var að Vala, Dísa og Ásdís tækju sæti í leikskólaráði.

Næsti fundur verður haldinn tveimur vikum fyrir kökubasar.


Skýrsla stjórnar frá fundi þann 3. desember 2009.

Jólaballið var haldið 17.12.2008 kl. 14:30-16:00 í sal leikskólans. Sungið og dansað í kringum jólatréð og svo komu jólasveinarnir með gjafir handa börnunum.

  • Jólapakki frá jólasveinunum – mandarína, piparkökur, svali og gjöf
  • jólasveinar 2008 - Grímur Rúnar, Svanur og Agnar
  • Undirspil á jólaballi - Stefán Ólafsson
  • Svali, piparkökur og mandarínur var styrkur frá Samkaup.
  • Björgununarfélagið Blanda skutlaði jólasveinunum.
  • Kaffi, djús og piparkökur fyrir foreldra og systkini.

Þorrablótið var haldið 23.01.2009 í leikskólanum sem hádegismatur barnanna. Foreldrafélagið fékk góða styrki frá eftirtöldum og þökkum við þeim kærlega fyrir.

  • SAH – Styrkti okkur um þorramatinn
  • Hákarl – var keyptur í samkaup
  • Sæmár – styrkti okkur um harðfiskinn
  • Rúgbrauð - styrkur frá Ömmu hans Arnars Ben

Kökubasar var haldinn 08.04.2009 í anddyri Samkaups og gekk mjög vel.

Vorhátíðin var haldin 20.05.2009

Foreldrafélagið leigði hoppukastala og fékk flutning hans sem styrk frá Krák. Foreldrafélagið bauð uppá grillaðar pylsur, djús og ís handa öllum, frábær dagur og yndislegt veður.

Sveitaferðin var haldin 27.05.2009

Farið var að Sveinsstöðum með rútu, þar skoðuðum við dýrin og fengum nesti (svala og kex) áður en haldið var aftur heim. Frábær ferð í alla staði.

Útskrift: Foreldrafélagið leigði Steinkot í Vatnsdal fyrir útskriftaferð elstu barnanna og gaf þeim bókagjöf við útskriftarathöfnina.


Foreldrar hafa verið mjög duglegir að koma á viðburði foreldrafélagsins

Foreldrafélagið stóð fyrir frjálsum tímum í íþróttahúsinu einu sinni í viku fram að sumri 2009.

Einnig barst foreldrafélaginu peningagjöf uppá 14.747.- frá Vilhelmi Harðarsyni og þökkum við honum kærlega fyrir.

Okkar starf endar svo á því að við færum leikskólanum DVD spilara og ferðageislaspilara til að hafa í salnum.

Þetta er búið að vera skemmtilegt ár. Foreldrar hafa verið mjög duglegir að koma á viðburði foreldrafélagsins og að lokum þá þökkum við fyrir okkur.

Stjórn foreldrafélagsins:

Katrín Benediktsdóttir
Rannveig Rós Bjarnadóttir
Gerður Beta Jóhannsdóttir


Aðalfundur foreldrafélags Barnabæjar haldinn í leikskólanum þann 5. desember 2007

Jólaballið var haldið 19. desember í sal Harmonikkufélagsins í Ósbæ. Jólasveinarnir komu og dönsuð og sungu með krökkunum. Allir krakkar fengu gjöf og gotterí. Þeim sem styrktu ballið er þakkað en þeir voru: Mjólkursamlagið, Samkaup og Krútt.

Þorrablótið var haldið 26. janúar og var sá háttur hafður á í ár að hafa þorramatinn sem aðalmáltíð í hádeginu og reyndist það vel. Sölufélagið og Hvöt styrktu blótið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Kökubasarinn árlegi var haldinn 4. apríl og var hann glæsilegur að vanda. Hann skilaði félaginu 146.140 krónum.

Sveitaferðin var farin 25. maí og var farið á Sveinstaði. Ferðin var mjög vel heppnuð.

Sumarhátíðin var haldin 22. júní, Skralli mætti á svæðið og skemmti sér með börnunum sem fengu grillaðar pylsur, svala og ís.

Önnur verkefni voru sunddagarnir en þeir voru auglýstir nokkrum sinnum og var mæting ágæt. Annar umgangur af Leikskólagöllunum var pantaður 4. desember og er búið að taka frá peninga í verkefnið.

Félagið gaf Barnabæ veglega "innflutningsgjöf" sem var afhent formlega á opnunarhátíðinni 1. desember. Gjöfin er svampkubbasett sem á að vera í sal leikskólans en það samanstendur af dýnum og kubbum sem hægt er að raða saman á ýmsa vegu.

Reikningar Foreldrafélagsins

Tekjur

Gjöld

Félagsgjöld 100.300

Fréttabréf frá fyrra ári 6.475

Kökubasar 146.140

Jólaball 4.759

Styrkur 18.000

Þorrablót 1.218

Vextir á bankabók 4.700

Sveitaferð 30.596

Aðrar tekjur 6.000

Sumarhátíð 5.858

Gjöf til Leikskóla 150.000

Samtals tekjur 275.140

Aðalfundur 5.000

Bankakostnaður 15.281

Innistæða á bók 27.11.06 58.929

Samtals gjöld 219.187

Innistæða á bók 05.12.07 114.882 ***

Alls 334.069

Alls 334.069

*** Þar af eru 75.000 kr (30 x 2500) fráteknar í greiðslu á Henson göllum.

Tilkynningar

Eftirfarandi aðilar styrktu okkur til Jólaballsins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir:

Krútt

Samkaup

MS

Einnig kærar þakkir til Jólasveinanna og ,,Melabrautarbandsins".

Eftirfarandi aðilar styrktu okkur til Þorrablótsins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir:

Sölufélagið

Hvöt

Vökukonur



Leikskólasundið er byrjað aftur.

Ætlunin er að hittast með börnin í sundlauginni annan hvern laugardag í vetur á milli klukkan 10 og 12. Fyrsta skiptið var laugardaginn 3. febrúar og var góð mæting og mikið fjör. Næst verður hist 17. febrúar.

Foreldrar athugið að þessir tímar eru tilvaldir fyrir þau börn sem eru sundhrædd þar sem þau hitta og sjá jafnaldrana busla og skemmta sér í vatninu.

Allir velkomnir með, ömmur, afar og eldri systkini!!


Fundargerðir

Desember 2006

Fyrsti fyndur nýrrar stjórnar. Fundur haldinn að Þverbraut 1, mánudaginn 11. desember, kl. 21:00. Mæting samkvæmt undirskriftum.

Dagskrá:

  1. Undirritun umboðs til gjaldkera, Rakelar, sem veitir henni heimild til úttekta á reikningi foreldrafélagsins.
  1. Jólaballið. Gjafir, piparkökur, drykkir, tónlist, jólasveinar, mandarínur, salur.
  1. Önnur mál.

Afgreiðsla:

  1. Allir viðstaddir undirrituðu umboðið.
  1. Ákveðið að halda Jólaballið í Ósbæ eins og í fyrra þar sem almenn ánægja var með þá staðsetningu. Einnig ákveðið að leita til sömu aðila og styrktu foreldrafélagið til Jólaballsins í fyrra. En þeir eru: Krútt ( piparkökur), Samkaup (mandarínur), MS (drykkir), Tónlistarskólinn (tónlist, Benni, Grímur, Svanur og Agnar), Hvöt (jólasveinabúningar).

Gjafir, jólaskraut í pakka í Samkaup.

Auglýsa hvenær á að pakka inn gjöfunum og reyna að fá foreldra með.

Stjórnarmenn skiptu með sér verkum.

  1. Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 21:30

Erla Ísafold Sigurðard.

Rakel Ýr Jónsd.

Agníeszka Pigiel

Anna María Steindórsd.



Janúar 2007

Annar fundur, haldinn að Þverbraut 1, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 21:00. Mæting samkvæmt undirskriftum.

Dagskrá:

  1. Jólaball – hvernig til tókst.
  1. Þorrablót 26. janúar.
  1. Kökubasar 4. apríl.
  1. Sund á laugardögum.
  1. Önnur mál.

Afgreiðsla:

  1. Allir sammála um að nokkuð vel hafi tekist til. Smá kaos þegar verið var að útbýta gjöfum, hefði mátt skipuleggja það betur. Jóhanna ákvað að stytta ballið um hálf tíma en það kom vel út.
  1. ,,Leikskólinn ákvað" að nú skyldi Þorrablótið vera í hádeginu og þar með aðalmáltíðin í stað þess að vera aðeins ,,smakk" um morguninn. Sá háttu hefur verið á að foreldrafélagið hefur séð um að útvega mat en nú tók leikskólinn einnig þátt og sá um hangikjötið og rúgbrauðið. Ákveðið að leita til Sölufélagsins með súrmat, Hvatar með harðfisk og til Vökukvenna með hákarl. Athuga hvort Didda á Bakka eigi eða geti bakað flatbrauð.
  1. Kökubasar. Panta pláss í anddyri Samkaupa sem fyrst. Annars rætt á fundi þegar nær dregur.
  1. Auglýsa leikskólasundið annan hvern laugardag. Fyrst 3. febrúar, svo 17. febrúar o.svfr.
  1. Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 21:50. Erla Ísafold Sigurðard. , Þórður Rafn Þórðarson, Rakel Ýr Jónsd., Agníeszka Pigiel, Anna María Steindórsd..


Skýrsla stjórnar frá aðalfundi Foreldrafélagsins 30. nóvember 2006.

JÓLABALL var haldið 16.12.05 í sal Harmonikkufélagsins í Ósbæ. Jólasveinarnir komu í heimsókn og sungu með börnunum. Öll börn fengu gjöf og eitthvað til að maula. Þeim sem styrktu ballið er þakkað en þeir voru: Mjólkursamlagið, Samkaup, Bakaríið á Blönduósi og Blönduósbær.

ÞORRABLÓT var haldið 27.01.06 á leikskólatíma í leikskólanum. Markmiðið með að hafa þorrablót fyrir börnin er að þau fái að kynnast þorramat og þess háttar góðgæti. Þeim sem styrktu blótið er þakkað en þeir voru: Sölufélagið, Norðurós, Samkaup, amma Gretu og langamma Björns Ívars.

SVEITAFERÐ var farin 31.05.06 og heimsóttum við Sveinsstaði. Ferðin var mjög vel heppnuð ferð í alla staði.

SUMARHÁTÍÐ var haldin þann 23.06.06 í tilefni af „vígslu" hjólabrautarinnar góðu. Gillaðar voru pylsur og allir fengu ávaxtastangir á eftir. Skralli trúður mætti og var frábær að vanda og mæting var mjög góð hjá foreldrum.

KÖKUBASAR var haldinn 07.04.06 og skilaði hann félaginu 146.200 krónum í kassann.

BLÁTT ÁFRAM fyrirlestur var haldinn að tilstuðlan foreldrafélagsins þann 27.04.06 og var hinum skólunum á svæðinu boðin þátttaka. Fundarsókn var ágæt og fundurinn var mjög fræðandi.

HENSON GALLAR voru pantaðir nú á haustdögum og var góð þátttaka. Pantaðir voru 53 gallar og niðurgreiddi foreldrafélagið og Blönduósbær gallana.

ÖNNUR VERKEFNI voru m.a. að halda nokkra sunddaga, snjóþotudag, ný gang-braut við leikskólann leit dagsins ljós, foreldrar þrifu Steinkot og fengu í staðinn fría gistingu fyrir útskriftarhópinn, girðing sett upp og sandkassi smíðaður við Mánasel og girðingin við leikskólann var máluð.

ÁRLEGA kaupir foreldrafélagið eitthvað til að gefa leikskólanum sem nýtist síðan í starfinu með börnunum. Þetta ár var engin undantekning. Keyptar voru tvær Baby born dúkkur og tvær Stellu dúkkur auk þess þrjár dúkkukerrur og dúkkuföt. Einnig keypti félagið sex traktorara og gröfur fyrir leikskólann sem og kubba.