news

Útskrift

23 Jún 2021

Útskrift árgangs 2015

Þann 26 maí útskrifaðist árgangur 2015 frá Leikskólanum Barnabæ. Í þessum árgangi eru 15 börn, 11 stelpur og 4 strákar.

Flest öll byrjuðu þau skólagöngu sína hér við 1 árs aldur, en nokkrir hafa bæst í hópin eftir það. Það hefur verið gaman og gefandi að sjá þau vaxa og þroskast þessi 5 ár sem þau hafa verið hér. Leikskólaaldurinn er mikilvægur í þroska barnsins og miklar framfarir verða á þessu árum.

Margir kennarar hafa komið við sögu á þessum árum sem hafa allir gert sitt besta til að umvefja barnið og miðla til þeirra námsefni við hæfi.

Eins og stendur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna „Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn.“

Við óskum árgangi 2015 velfarnaðar í áframhaldandi námi og í lífinu sjálfu, og erum auðmjúk og þakklát fyrir að hafa fengið að tækifæri til að hafa þau í skólanum okkar

Kærleikskveðjur

Fyrir hönd starfsfólks Barnabæjar Sigríður Helga Sigurðardóttir leikskólastjóri