news

Heimsókn á löggustöðina

25 Okt 2018

Í dag fórum við á löggustöðina. Höskuldur lögga tók á móti okkur og á hann stórt hrós skilið fyrir góðar móttökur.

Hann sýndi okkur fangaklefana, talstöðvar og ýmislegt fleira. Hann gaf öllum litabók og límmiða.

Heimsóknin endaði með því að við fengum að sjá leynilögreglubílinn.