news

Fréttir

22 Nóv 2018

Á Stóra Fjallabæ er brasað ýmislegt á degi hverjum.

Það sem helst stendur uppúr þessa dagana er þegar við bökuðum piparkökur og vinnan við að sauma jólasokkana.

Við höfum verið að æfa ný lög, æfa stafina með Lubba, ræða mikið um vináttu og ekki má gleyma frjálsa leiknum.

Í næstu viku mun 1. bekkur koma í heimsókn til okkar og við munum fá að sjá sjúkrabílinn ef allt gengur eftir plani.

Í desember förum við að æfa jólalög og helgileikinn sem við munum sýna í jólakaffinu 13. desember :)

Bestu kveðjur frá Stóra Fjallabæ