news

hæhæ :)

27 Apr 2018

Hæhæ, það hefur verið nóg um að vera hjá okkur núna upp á síðkastið. T.d höfum við verið mikið úti í góða veðrinu og í gær vorum við að leika okkur með kúlur í sullukarinu, það eru komnar inn myndir af því :) krökkunum fannst það sko ekki leiðinlegt og eigum vonandi eftir að leika með þetta aftur fljótlega. Einnig langar okkur að reyna vera reglulega með sullukarið fyrir þau, því þeim finnst þetta svo ótrúlega gaman :)

Einnig erum við oft með Blæ með okkur í leik og reyndum við nuddið um daginn, en þeim fannst þetta mjög skrítið og voru ekki alveg að átta sig á því hvað þau áttu að gera en þetta kemur smá saman :)

Á þriðjudaginn fengum við svo kiðlinga frá Breiðavaði í heimsókn og var komið með inn inn á Þúfubæ til okkar. Sum voru mjög skelkuð yfir þessum gesti á meðan önnur skemmtu sér konunglega við að elta hann og fá að klappa. Því miður voru teknar ósköp fáar myndir af þessu atviki, það gleymdist í spenningnum.

En við ætlum að reyna bæta okkur í myndatöku á krökkunum og stefnan er tekin á að reyna taka myndir af þeim á hverjum degi svo þið fáið líka að sjá það starf sem við erum að gera :)


Sumarkveðjur og góða helgi,

Hafrún, Harpa Hrönn, Hrefna, Harpa Sól og Aðalheiður