news

Kettlingar í heimsókn

25 maí 2018

Þessa vikuna hefur verið helling að gera hjá okkur, við erum búin að vera dugleg að ræða um vináttu og að vera vinir. Okkur finnst ekkert smá gaman þegar stóri Blær kemur (fimmtudagar) og erum við mikið að pæla í stóru spjöldunum sem eru með honum. Mjög áhugavert að heyra hvað þeim finnst um hverja mynd, og geta verið ansi skiptar skoðanir um þær.

Elín kom svo til okkar í heimsókn með 4 kettlinga og var ekkert smá gaman að fá að klappa þeim, og skoða þá. Að skoða kisur/kettlinga var hluti af könnunaraðferðinni hjá öðrum hópnum. Við erum öll svo hamingjusöm með þessa heimsókn og hefur ekki annað komist að hjá þeim.

Við erum búin að vera dugleg að fara í göngutúra og skoða okkur um Blönduós, og í morgun fórum við í smá "óvissuferð". Þar sem við sáum Íþróttahúsið, Blönduskóla, Sjúkrahúsið, Lögreglustöðina og Sýsluskrifstofuna. Settumst svo aðeins niður í grasinu og fengum okkur pínu kex áður en við héldum til baka uppá leikskóla.

Ætlum við að taka nokkrar svona göngutúra í viðbót þegar við fáum góða daga með góðu veðri. :)

Bestu kveðjur af okkur á Hólabæ :)