Vinsamlegast merkið fatnað barnanna, það auðveldar fund ef þau týnast.

Veðrið er margbreytilegt og þess vegna er mjög æskilegt að börnin hafi alltaf með sér aukafatnað, hlífðarfatnað, pollaföt og hlýjan fatnað svo þau geti notið útiverunnar.

Við vinnum með málningu og önnur efni, vinsamlegast takið tillit til þess í sambandi við klæðnað barnanna. Ekki er borin ábyrgð á fatnaði barnanna.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að tæma hólf barnanna á föstudögum.

Ef barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða annarra ástæðna, þá vinsamlegast látið okkur vita. Hægt er að láta vita í karellen appinu eða með því að hringja í leikskólann.

Vinsamlegast komið ekki með börn í leikskólann á milli 11.30- 13.00 svo það raski ekki ró barnanna í matar- og hvíldartíma.

Þegar boðið er í afmæli, vinsamlegast setjið ekki boðsmiða í hólfin nema að öllum á deildinni sé boðið, það hefur valdið leiða hjá þeim sem ekki hafa fengið miða. Á þetta sérstaklega við á Fjallabæ og Stóra Fjallabæ.

Öll leikföng eru best geymd heima. Það hefur komið fyrir að leikföng sem börnin koma með að heiman finnast ekki aftur og það er mjög leiðinlegt.

ATH. STARFSFÓLK ER BUNDIÐ ÞAGNARSKYLDU