Það sem þarf að hafa meðferðis í leikskólann er:

Tösku með aukafötum þ.e.a.s. samfellu/nærföt, sokkabuxur, sokka, bol, buxur og peysu.

Útiföt þ.e.a.s. kuldagalla, regnföt, húfu, vettlinga, þykka peysu, skó, stígvél og þykka sokka.

Bleyjur, og ef barnið notar snuð og/eða pela þá þarf að koma með það.

Vinsamlegast merkið fatnað barnanna, það auðveldar fund ef þau týnast.

Veðrið er margbreytilegt og þess vegna er mjög æskilegt að börnin hafi alltaf með sér aukafatnað, hlífðarfatnað, pollaföt og hlýjan fatnað svo þau geti notið útiverunnar.

Við vinnum með málningu og önnur efni, vinsamlegast takið tillit til þess í sambandi við klæðnað barnanna.